Sport

Hopkins í einstakan hóp

Bernard Hopkins komst í einstakan hóp manna um helgina þegar hann varði titil sinn í millivigt í boxi í 20. sinn. Aðeins sex menn í sögu hnefaleikanna hafa varið titil sinn oftar en Hopkins, sem er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Það þykir honum ekki síður til tekna að hann hefur yfirleitt barist við bestu andstæðinga sem í boði hafa verið, meðan aðrir titilhafar velja sér lægra skrifaða andstæðinga til að halda beltum sínum sem lengst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×