Erlent

Mælir gegn niðurrifi

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hvatti til þess á fundi með fjármálanefnd ísraelska þingsins að eignir ísraelskra landnema yrðu ekki eyðilagðar eftir brotthvarfið frá Gaza heldur seldar Palestínumönnum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verði um heimili og fyrirtæki á landnemabyggðum en sumir hafa sagt að réttast sé að eyðileggja byggingarnar. Þessu andmælti Peres og sagði eyðileggingu án þess að nokkuð gott hefðist af henni. "Ef hungur og fátækt aukast daginn eftir brotthvarfið frá Gaza eykst óánægjan og grefur undan líkunum á friði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×