Erlent

Hergagnageymsla springur í Súdan

Að minnsta kost 18 léstust og 30 særðust þegar hergagnageymsla í herþjálfunarstöð sprakk í loft upp í bænum Juba í Suður-Súdan í dag. Fregnir af atvikinu eru enn óljósar en Reuters-fréttaveitan hefur eftir hjálpastarfsmönnum í bænum að tala látinna eigi eftir að hækka því sprengikúlum rigndi yfir borgina í kjölfar sprengingarinnar. Ekkert er vitað um ástæður hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×