Erlent

Leitað að lífsmarki í rústum

Björgunarsveitarmenn leita nú í óða önn að lífsmarki í rústum eftir jarðskjálftann sem varð meira en fimm hundruð manns að bana í Íran í gær. Enn hafa ekki verið gefnar út tölur um mannfall í þrem afskekktustu þorpunum sem lentu í skjálftanum og því hætt við því að tala látinna muni hækka töluvert. Skjálftinn eyðilagði hús í nærri fjörutíu þorpum og hefur sett líf þrjátíu þúsund manna úr skorðum. Aðstæður við leitina hafa verið erfiðar í nótt þar sem snjókoma brast á í gærkvöldi og mjög kalt hefur verið í veðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×