Erlent

Kynferðislegar pyntingar notaðar

Kynferðislegar pyntingar eru sagðar notaðar til að þvinga fanga við yfirheyrslur í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Mannréttindafrömuðir segja föngum þar ennþá neitað um grundvallarréttindi, þrátt fyrir úrskurð bandarísks dómstóls. Það var túlkur sem starfaði í Guantanamo sem tók saman skýrslu um sumar þeirra aðferða sem þar er beitt. Fangar sem sleppt hefur verið hafa sumir hverjir greint frá því að vændiskonur hafi yfirheyrt þá og leikið grátt. Þær hafi reynt að brjóta fangana niður með kynferðislegum snertingum. Þær hafi verið í pínupilsum og þvengnærbuxum og í einu tilfelli á kona að hafa makað því sem hún sagði að væri tíðablóð á andlitið á manni frá Sádi-Arabíu. Fangarnir eru flestir hverjir múslímar og í skýrslunni er sagt að hermálayfirvöld hafi talið þessar aðferðir vænlegar til þess að brjóta fangana niður. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fellt þann úrskurð að föngum í Guantanamo sé heimilt að leita sér lögfræðiaðstoðar sem bandarísk stjórnvöld neituðu þeim um. Þrátt fyrir úrskurðinn virðist sem fangarnir njóti ekki enn neinna réttinda. Lögfræðingurinn Rachel Meeropol segir að meira en hálfu ári eftir úrskurðinn hafi meirihluti fanganna enn engan aðgang að lögfræðingum eða réttarkerfinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×