Sport

Enski bikarinn í dag

Í dag eru 13 leikir á dagskrá í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Nú er hálfleikur í viðureign nágrannaliðanna Southampton og Portsmouth og er staðan 0-0 en leikurinn hófst kl. 12.30 og er í beinni útsendingu á Sýn. Ellefu leikir hefjast kl. 15.00 og kl. 17.20 mætast Man Utd og Middlesbrough, einnig í beinni á Sýn. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton mæta 2. deildarliðinu Yeovil og það verður Íslendingaslagur í Reading þar sem heimamenn með Ívar Ingimarsson innanborðs taka á móti Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Leicester.   Arsenal - Wolves Blackburn - Colchester Brentford - Hartlepool Burnley - Bournemouth Charlton - Yeovil Derby - Fulham Everton - Sunderland Newcastle - Coventry Nott. Forest - Peterborough Reading - Leicester W.B.A. - Tottenham West Ham - Sheff Utd Man Utd 17:20 Middlesbrough



Fleiri fréttir

Sjá meira


×