Erlent

Sinnuleysi gagnvart Afríku

Fátæktin í Afríku er sem "ör á samvisku heimsins." Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á Alheimsráðstefnunni um efnahagsmál sem haldin er í Davos í Sviss. Blair gagnrýndi leiðtoga heimsins fyrir sinnuleysi gagnvart Afríkuríkjunum. Hann sagði að ef ástandið væri svipað annars staðar í heiminum myndu leiðtogarnir taka allt öðruvísi á málunum. Blair bað leiðtogana um að auka fjárveitingar til aðstoðar fátækum ríkjum Afríku. Auk almennrar fátæktar væri heilsufari ábótavant og Alnæmisvandinn gríðarlegur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×