Erlent

Hóta að rjúfa vopnhlé

Al-Aqsa herdeildirnar, sem tilheyra Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbbas, forseta Palestínu, hóta að rjúfa vopnhlé ef ísraelski herinn hætti ekki að elta uppi félaga í herdeildunum innan sólarhrings. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að óeinkennisklæddir ísraelskir hermenn skutu félaga í herdeildunum og særðu 14 ára vegfaranda í áhlaupi á borgina Qalqilya á Vesturbakkanum í dag. Friðsamt hefur verið undanfarna daga fyrir botni Miðjaðarhafs, en Abbas tókst að sannfæra herskáa palestínska uppreisnarmenn um að gera hlé á árásum sínum. Ísraelar hétu því einnig að láta af árásum en hafa engu að síður haldið áfram að leita að eftirlýstum uppreisnarmönnum á Vesturbakkanum. Þá létust tveir Palestínumenn, þriggja ára stúlka og þrítugur karlmaður, fyrr í dag í tengslum við aðgerðir Ísraelshers.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×