Sport

Gerrard sá um Watford

Liverpool sigraði Watford 1-0 á Vicarage Road í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins, og 2-0 samanlagt. Steven Gerrard skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu með laglegu skoti. Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í liði Watford í kvöld og stóðu sig mjög vel. En Liverpool varð fyrir enn einu áfallinu er Florent Sinama Pongolle meiddist rétt eftir að hann kom inná seint í leiknum. Það var nú ekki á meiðslalista Liverpool bætandi en þar eru fyrir menn eins og Djibril Cissé, Xabi Alonso, Josemi, Vladimir Smicer, Chris Kirkland og Sami Hyypia. Liverpool mætir annað hvort Chelsea eða Manchester United sem mætast á Old Trafford morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×