Sport

Giggs frá í sex vikur

Hugsanlegt er að Ryan Giggs, leikmaður Manchester United í enska boltanum, verði frá keppni næstu sex vikur vegna meiðsla á lærvöðva sem hann hlaut í leik gegn Tottenham á dögunum. Að sögn Alex Ferguson, knattspyrnustjóra United, koma meiðslin sér illa fyrir liðið sem á í harðri baráttu við Chelsea og Arsenal í toppbaráttunni. Giggs missir að öllum líkindum af leik Wales gegn Ungverjum í byrjun febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×