Nánast öll þjóðin á móti 6. janúar 2005 00:01 Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér. Könnunin er birt í þjóðarpúlsi Gallups en hún var gerð í lok nýliðins árs. Úrtakið var rúmlega tólf hundruð manns og var svarhlutfall 62%. Spurt var: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum. 84% þeirra sem svöruðu töldu að Íslendingar ættu ekki að vera á listanum, 14% sögðust vilja að Ísland væri á listanum og 2% töldu það ekki skipta máli. Samkvæmt könnuninni voru þrír af hverjum fjórum körlum andvígir stuðningi Íslands við innrásina í Írak og 93% kvenna voru sömu skoðunar. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir lista hinna staðföstu þjóða ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér, nema kannski siðferðilega hvað varðar stuðning við uppbygginguna í Írak. Hún segir stríð alltaf neyðarbrauð og telur að fréttaflutningur af ástandinu í Írak hafi þarna einhver áhrif, sem og ábyrgðarlaus málflutningu stjórnarandstöðunnar sem Sólveig segir hafa verið með ólíkindum í vetur. Spurð hvort ekki megi túlka niðurstöðuna sem svo að íslenska þjóðin hafi eindregið verið á móti því að vera á listanum segir Sólveig að ákvörðunin um að vera á listanum hafi verið tekin með hliðsjón af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því í samræmi við utanríkisstefnu Íslans að standa með sínum bandamönnum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í utanríkismálanefnd þingsins, segir niðurstöðu könnunarinnar ekki koma á óvart. Hann segir þetta fullkomlega í samræmi við þá tilfinningu sem hann hafi haft varðandi afstöðu fólks til þessarar undarlegu ákvörðunar tveggja manna á sínum tíma. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér. Könnunin er birt í þjóðarpúlsi Gallups en hún var gerð í lok nýliðins árs. Úrtakið var rúmlega tólf hundruð manns og var svarhlutfall 62%. Spurt var: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum. 84% þeirra sem svöruðu töldu að Íslendingar ættu ekki að vera á listanum, 14% sögðust vilja að Ísland væri á listanum og 2% töldu það ekki skipta máli. Samkvæmt könnuninni voru þrír af hverjum fjórum körlum andvígir stuðningi Íslands við innrásina í Írak og 93% kvenna voru sömu skoðunar. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir lista hinna staðföstu þjóða ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér, nema kannski siðferðilega hvað varðar stuðning við uppbygginguna í Írak. Hún segir stríð alltaf neyðarbrauð og telur að fréttaflutningur af ástandinu í Írak hafi þarna einhver áhrif, sem og ábyrgðarlaus málflutningu stjórnarandstöðunnar sem Sólveig segir hafa verið með ólíkindum í vetur. Spurð hvort ekki megi túlka niðurstöðuna sem svo að íslenska þjóðin hafi eindregið verið á móti því að vera á listanum segir Sólveig að ákvörðunin um að vera á listanum hafi verið tekin með hliðsjón af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því í samræmi við utanríkisstefnu Íslans að standa með sínum bandamönnum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í utanríkismálanefnd þingsins, segir niðurstöðu könnunarinnar ekki koma á óvart. Hann segir þetta fullkomlega í samræmi við þá tilfinningu sem hann hafi haft varðandi afstöðu fólks til þessarar undarlegu ákvörðunar tveggja manna á sínum tíma.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira