Rjúpur seldar á uppsprengdu verði 11. nóvember 2005 19:34 Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. Rjúpnaveiðitímabilið í ár er ríflega hálfnað en því lýkur um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir sölubann á rjúpum segja veiðimenn að eftirspurn eftir rjúpu sé síst minni nú en fyrir tveimur árum þegar að rjúpnaveiðibann var sett á. Í reglugerð umhverfisráðuneytisins um rjúpnaveiði er mælst til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu til fimmtán rjúpur á rjúpnaveiðitímabilinu og að heildarveiði á tímabilinu fari ekki yfir 70.000 rjúpur. Sigurður Aðalsteinsson, hreindýra- og rjúpnaveiðimaður frá Jökuldal, segist ekki merkja neina hugafarsbreytingu hjá veiðimönnum þrátt fyrir tilmæli umhverfisráðherra um hóflega veiði. Hann telur að menn fari á veiðarnar með tiltölulega góðum huga en þegar menn komist í sæmilega veiði þá missi þeir sig alveg. Veiðiþjónustan Fálkaklettur í Mývatnssveit selur aðgang að rjúpnalandi en verðið er fjögur þúsund og fimm hundruð krónur fyrir daginn. Gísli Sverrisson hjá Fálkakletti segir marga tilbúna að greiða veiðimönnum tvö þúsund krónur fyrir hverja rjúpu og þar yfir. Dæmi séu um að veiðimenn hafi falboðið rjúpuna á hærra verði eða fyrir allt að fjögur þúsund krónur stykkið. Gísli segir langt því frá að allir þeir fjögur til fimm þúsund veiðimenn sem ganga til rjúpna ætli að stilla veiðunum í hóf. Gísli segir að þúsund veiðimenn séu að veiða um fimmtíu rjúpur eða fleiri. Gísli óskaði eftir viðbrögðum frá umhverfisráðuneytinu um að minna menn á að stilla veiðunum í hóf, þannig að það takist að bjarga stofninum. Gísli óttast um stofninn á ákveðnum svæðinu. Gísli telur að þeir veiðimenn sem skjóti fimmtíu til hundrað rjúpir fylli ekki veiðiskýrlsur út á réttan hátt jafnvel þó sé leynd á skýrslunum. Gísli óttast að veiðibann verði sett á aftur næsta haust. Sigurður Aðalsteinsson segir notkun öflugra veiðihunda að sumu leyti gagnrýnisverða. Það fari eftir því hvernig veiðimenn noti hundana. Margir nota þá eftir sportinu og er allt í lagi með það og, en svo eru aftur þessir magnveiðimenn sem að hafa verið að skjóta mikið af rjúpu, að þeir eru að nota hundana á allt annan hátt heldur en aðrir. Þeir eru að nota þá fyrst og fremst til þess að finna hana. Þeir geta hreinsað upp nánast heilu hlíðarnar með því að láta hundana finna fyrir sig rjúpuna og reka hana upp. Fjögurra manna fjölskylda þarf 8-10 rjúpur í jólamatinn en þar sem stórfjölskyldan kemur saman á jólum þarf oft 20-30 rjúpur til að metta svanga jólaboðsgesti. Þeir sem ætla að kaupa rjúpu í ár geta því átt von á verulegum fjárútlátum því ofan á verðið sem þeir þurfa að greiða fyrir rjúpuna geta þeir átt von á sektum þar sem bæði er bannað að selja og kaupa rjúpu. Fréttir Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. Rjúpnaveiðitímabilið í ár er ríflega hálfnað en því lýkur um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir sölubann á rjúpum segja veiðimenn að eftirspurn eftir rjúpu sé síst minni nú en fyrir tveimur árum þegar að rjúpnaveiðibann var sett á. Í reglugerð umhverfisráðuneytisins um rjúpnaveiði er mælst til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu til fimmtán rjúpur á rjúpnaveiðitímabilinu og að heildarveiði á tímabilinu fari ekki yfir 70.000 rjúpur. Sigurður Aðalsteinsson, hreindýra- og rjúpnaveiðimaður frá Jökuldal, segist ekki merkja neina hugafarsbreytingu hjá veiðimönnum þrátt fyrir tilmæli umhverfisráðherra um hóflega veiði. Hann telur að menn fari á veiðarnar með tiltölulega góðum huga en þegar menn komist í sæmilega veiði þá missi þeir sig alveg. Veiðiþjónustan Fálkaklettur í Mývatnssveit selur aðgang að rjúpnalandi en verðið er fjögur þúsund og fimm hundruð krónur fyrir daginn. Gísli Sverrisson hjá Fálkakletti segir marga tilbúna að greiða veiðimönnum tvö þúsund krónur fyrir hverja rjúpu og þar yfir. Dæmi séu um að veiðimenn hafi falboðið rjúpuna á hærra verði eða fyrir allt að fjögur þúsund krónur stykkið. Gísli segir langt því frá að allir þeir fjögur til fimm þúsund veiðimenn sem ganga til rjúpna ætli að stilla veiðunum í hóf. Gísli segir að þúsund veiðimenn séu að veiða um fimmtíu rjúpur eða fleiri. Gísli óskaði eftir viðbrögðum frá umhverfisráðuneytinu um að minna menn á að stilla veiðunum í hóf, þannig að það takist að bjarga stofninum. Gísli óttast um stofninn á ákveðnum svæðinu. Gísli telur að þeir veiðimenn sem skjóti fimmtíu til hundrað rjúpir fylli ekki veiðiskýrlsur út á réttan hátt jafnvel þó sé leynd á skýrslunum. Gísli óttast að veiðibann verði sett á aftur næsta haust. Sigurður Aðalsteinsson segir notkun öflugra veiðihunda að sumu leyti gagnrýnisverða. Það fari eftir því hvernig veiðimenn noti hundana. Margir nota þá eftir sportinu og er allt í lagi með það og, en svo eru aftur þessir magnveiðimenn sem að hafa verið að skjóta mikið af rjúpu, að þeir eru að nota hundana á allt annan hátt heldur en aðrir. Þeir eru að nota þá fyrst og fremst til þess að finna hana. Þeir geta hreinsað upp nánast heilu hlíðarnar með því að láta hundana finna fyrir sig rjúpuna og reka hana upp. Fjögurra manna fjölskylda þarf 8-10 rjúpur í jólamatinn en þar sem stórfjölskyldan kemur saman á jólum þarf oft 20-30 rjúpur til að metta svanga jólaboðsgesti. Þeir sem ætla að kaupa rjúpu í ár geta því átt von á verulegum fjárútlátum því ofan á verðið sem þeir þurfa að greiða fyrir rjúpuna geta þeir átt von á sektum þar sem bæði er bannað að selja og kaupa rjúpu.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira