Rjúpur seldar á uppsprengdu verði 11. nóvember 2005 19:34 Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. Rjúpnaveiðitímabilið í ár er ríflega hálfnað en því lýkur um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir sölubann á rjúpum segja veiðimenn að eftirspurn eftir rjúpu sé síst minni nú en fyrir tveimur árum þegar að rjúpnaveiðibann var sett á. Í reglugerð umhverfisráðuneytisins um rjúpnaveiði er mælst til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu til fimmtán rjúpur á rjúpnaveiðitímabilinu og að heildarveiði á tímabilinu fari ekki yfir 70.000 rjúpur. Sigurður Aðalsteinsson, hreindýra- og rjúpnaveiðimaður frá Jökuldal, segist ekki merkja neina hugafarsbreytingu hjá veiðimönnum þrátt fyrir tilmæli umhverfisráðherra um hóflega veiði. Hann telur að menn fari á veiðarnar með tiltölulega góðum huga en þegar menn komist í sæmilega veiði þá missi þeir sig alveg. Veiðiþjónustan Fálkaklettur í Mývatnssveit selur aðgang að rjúpnalandi en verðið er fjögur þúsund og fimm hundruð krónur fyrir daginn. Gísli Sverrisson hjá Fálkakletti segir marga tilbúna að greiða veiðimönnum tvö þúsund krónur fyrir hverja rjúpu og þar yfir. Dæmi séu um að veiðimenn hafi falboðið rjúpuna á hærra verði eða fyrir allt að fjögur þúsund krónur stykkið. Gísli segir langt því frá að allir þeir fjögur til fimm þúsund veiðimenn sem ganga til rjúpna ætli að stilla veiðunum í hóf. Gísli segir að þúsund veiðimenn séu að veiða um fimmtíu rjúpur eða fleiri. Gísli óskaði eftir viðbrögðum frá umhverfisráðuneytinu um að minna menn á að stilla veiðunum í hóf, þannig að það takist að bjarga stofninum. Gísli óttast um stofninn á ákveðnum svæðinu. Gísli telur að þeir veiðimenn sem skjóti fimmtíu til hundrað rjúpir fylli ekki veiðiskýrlsur út á réttan hátt jafnvel þó sé leynd á skýrslunum. Gísli óttast að veiðibann verði sett á aftur næsta haust. Sigurður Aðalsteinsson segir notkun öflugra veiðihunda að sumu leyti gagnrýnisverða. Það fari eftir því hvernig veiðimenn noti hundana. Margir nota þá eftir sportinu og er allt í lagi með það og, en svo eru aftur þessir magnveiðimenn sem að hafa verið að skjóta mikið af rjúpu, að þeir eru að nota hundana á allt annan hátt heldur en aðrir. Þeir eru að nota þá fyrst og fremst til þess að finna hana. Þeir geta hreinsað upp nánast heilu hlíðarnar með því að láta hundana finna fyrir sig rjúpuna og reka hana upp. Fjögurra manna fjölskylda þarf 8-10 rjúpur í jólamatinn en þar sem stórfjölskyldan kemur saman á jólum þarf oft 20-30 rjúpur til að metta svanga jólaboðsgesti. Þeir sem ætla að kaupa rjúpu í ár geta því átt von á verulegum fjárútlátum því ofan á verðið sem þeir þurfa að greiða fyrir rjúpuna geta þeir átt von á sektum þar sem bæði er bannað að selja og kaupa rjúpu. Fréttir Innlent Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. Rjúpnaveiðitímabilið í ár er ríflega hálfnað en því lýkur um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir sölubann á rjúpum segja veiðimenn að eftirspurn eftir rjúpu sé síst minni nú en fyrir tveimur árum þegar að rjúpnaveiðibann var sett á. Í reglugerð umhverfisráðuneytisins um rjúpnaveiði er mælst til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu til fimmtán rjúpur á rjúpnaveiðitímabilinu og að heildarveiði á tímabilinu fari ekki yfir 70.000 rjúpur. Sigurður Aðalsteinsson, hreindýra- og rjúpnaveiðimaður frá Jökuldal, segist ekki merkja neina hugafarsbreytingu hjá veiðimönnum þrátt fyrir tilmæli umhverfisráðherra um hóflega veiði. Hann telur að menn fari á veiðarnar með tiltölulega góðum huga en þegar menn komist í sæmilega veiði þá missi þeir sig alveg. Veiðiþjónustan Fálkaklettur í Mývatnssveit selur aðgang að rjúpnalandi en verðið er fjögur þúsund og fimm hundruð krónur fyrir daginn. Gísli Sverrisson hjá Fálkakletti segir marga tilbúna að greiða veiðimönnum tvö þúsund krónur fyrir hverja rjúpu og þar yfir. Dæmi séu um að veiðimenn hafi falboðið rjúpuna á hærra verði eða fyrir allt að fjögur þúsund krónur stykkið. Gísli segir langt því frá að allir þeir fjögur til fimm þúsund veiðimenn sem ganga til rjúpna ætli að stilla veiðunum í hóf. Gísli segir að þúsund veiðimenn séu að veiða um fimmtíu rjúpur eða fleiri. Gísli óskaði eftir viðbrögðum frá umhverfisráðuneytinu um að minna menn á að stilla veiðunum í hóf, þannig að það takist að bjarga stofninum. Gísli óttast um stofninn á ákveðnum svæðinu. Gísli telur að þeir veiðimenn sem skjóti fimmtíu til hundrað rjúpir fylli ekki veiðiskýrlsur út á réttan hátt jafnvel þó sé leynd á skýrslunum. Gísli óttast að veiðibann verði sett á aftur næsta haust. Sigurður Aðalsteinsson segir notkun öflugra veiðihunda að sumu leyti gagnrýnisverða. Það fari eftir því hvernig veiðimenn noti hundana. Margir nota þá eftir sportinu og er allt í lagi með það og, en svo eru aftur þessir magnveiðimenn sem að hafa verið að skjóta mikið af rjúpu, að þeir eru að nota hundana á allt annan hátt heldur en aðrir. Þeir eru að nota þá fyrst og fremst til þess að finna hana. Þeir geta hreinsað upp nánast heilu hlíðarnar með því að láta hundana finna fyrir sig rjúpuna og reka hana upp. Fjögurra manna fjölskylda þarf 8-10 rjúpur í jólamatinn en þar sem stórfjölskyldan kemur saman á jólum þarf oft 20-30 rjúpur til að metta svanga jólaboðsgesti. Þeir sem ætla að kaupa rjúpu í ár geta því átt von á verulegum fjárútlátum því ofan á verðið sem þeir þurfa að greiða fyrir rjúpuna geta þeir átt von á sektum þar sem bæði er bannað að selja og kaupa rjúpu.
Fréttir Innlent Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira