Innlent

Bílvelta nærri Svínavatni

Bíll valt á Biskupsstungnabraut, skammt frá Svínavatni, í dag. Ökumaður, sem var einn í bílnum, virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til rannsókna. Þá hafa tveir minniháttar árekstrar orðið í umdæmi Selfosslögreglu í dag sem rekja má til hálku en engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×