Innlent

Alþingis og ríkisstjórnar að taka á fjárhagsvanda

MYND/AP

Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það sé í verkahring Alþingis eða ríkisstjórnar fremur en menntamálaráðuneytisins eins að taka á fjárhagsvanda skólans sem nú hefur leitt til þess að skólinn þarf að hagræða töluvert í starfsemi sinni.

Hásakólaráð Haskólans á Akureyrir samþykkti í gær tillögur að því hvernig hagræða megi í starfsemi skólans. Þar var meðal annars ákveðið að fækka háskóladeildum úr fjórum í sex, sex stjórnsýslu- og þjónustueiningum verður fækkað í eina háskólaskrifstofu og þá munu nemendur utan EES munu þurfa að borga skólagjöld. Með tillögunum er vonast til að liðlega 50 milljónir króna sparist.

Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir ástæðurnar fyrir því að hagræða þurfi í einkum tvær. Annars vegar hafi vöxtur skólans verið mjög hraður á síðustu árum og stjórnsýsla og stoðþjónusta hafi ekki fylgt með. Því þurfi að aðlaga skipulagið að stærri og breyttum háskóla. Hins vegar skorti fjármagn inn í reksturinn.

Hann neitar þó að aðeins sé við menntamálaráðuneytið að sakast í þeim efnum. Yfirvöld skólans skilji að ráðuneytið hafi ákveðinn fjárhagsramma og ekki sé hægt að uppfylla allar óskir skólans. Staðreyndin sé hins vegar sú að það vanti fjármagn í reksturinn en það sé kannski meira inni á borði Alþingis og ríkisstjórnar að leysa úr því en bara hjá ráðuneytinu.

Aðspurður hvort það komi til uppsagna vegna hagræðingarinnar segir Þorsteinn að ljóst sé að störfum muni fækkað en væntanlega verði það þannig að ekki verði ráðið í störf þeirra sem hætta hjá skólanum. Þá standi ekki til að fækka kennurum við skólann.

Gert er ráð fyrir því að breytingar á stjórnsýslu og þjónustu hefjist strax og verði lokið eigi síðar en 1. júní 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×