Innlent

Ekið á hreindýr við Skriðuklaustur

Ekið var á hreindýr inn við Skriðuklaustur í Fljótsdal í gær. Hreindýrið drapst við áreksturinn en fólksbíllinn sem ók á dýrið er mikið skemmdur. Atvikið átti sér stað seinni partinn í gær en dýrið hljóp skyndilega út á veginn og gat ökumaður engu bjargað og ók á dýrið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum kemur það annað slagið fyrir að keyrt sé á hreindýr og telur hún að á bilinu fimm til átta slík tilvik hafi komið upp í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×