Innlent

Búist við að velta í verslun aukist um þriðjung milli ára

MYND/Teitur

Kaupmenn búast við að veltan í jólamánuðinum aukist um þriðjung að meðaltali á milli ára. Aukinn kaupmáttur er sagður aðalástæða þess. Lausleg og óformleg könnun fréttastofu NFS leiðir hins vegar í ljós að flestir eru á svipuðu róli og í fyrra.

Íslendingar kaupa vörur sem aldrei fyrr fyrir jólin ef marka má orð kaupmanna. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna,segist út frá samtölum sínum við kaupmenn búast við því að veltan aukist um 30 prósent að meðaltali, misjafnlega þó í einstökum greinum.Hann segir raftæki mjög vinsælk hjá landanum nú og velta hafi aukist um allt að 50 prósent hjá sumum verslunum á milli ára,

En hver ætli sé ástæðan fyrir þessu? Andrés segir að kaupmáttur í landinu hafi aldrei verið meiri og það sé almenn velsæld. Þetta enduspeglist í góðum jólum fyrir íslenska verslunarmenn.

Það er sama hvert litið er, í Kringluna, Smáralind eða miðbæinn, alls staðar finna menn fyrir aukinni veltu miðað við jólamánuðinn í fyrra. Í Kringlunni er búist við á bilinu 10-15 prósenta veltuaukningu að meðaltali, um 20 prósentum í Smáralind og í miðbænum merkja menn talsvert meiri verslun en í fyrra. Þá búast forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar við að um þriðjungur þjóðarinnar leggi leið sína á annan hvorn staðinn í dag, um fimmtíu þúsund í hvora verslunarmiðstöð.

Fréttastofa NFS tók nokkra vegfarendur tali í Kringlunni og þeir sögðust flestir vera á svipuðu róli í eyðslu og í fyrra. Flestir töldu þeir þó almennt að neyslan hefði aukist milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×