Innlent

Afurðir virðast meiri en í fyrra

Fyrstu tölur benda til að afurðir sláturtíðarinnar í haust séu talsvert meiri en í fyrra. Fyrstu yfirlitstöflur um niðurstöður úr fjárræktar­fél­ög­un­um haustið 2005 eru nú að­gengi­leg­ar á vef Bænda­sam­tak­anna, www.bondi.is. Þar kemur fram að upp­gjöri sé lokið fyrir rúmlega 66 þúsund ær frá haustinu.

"Fullorðnu ærnar í uppgjörinu eru orðnar yfir 303 þúsund og þær veturgömlu rúm 55 þúsund," segja Bændasamtökin, en samkvæmt uppgjörinu nemur fjölgun á ám nær 30 prósentum frá fyrra ári. "Skýringin á þessari gífurlega miklu fjölgun er að sjálfsögðu gæðastýringin í sauðfjárræktinni sem hófst árið 2004," segja Bændasamtök Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×