Sigur Bræðralags múslima 12. desember 2005 05:00 Hiti í kjósendum. Þessar konur í Alexandríu fóru í kröfugöngu til stuðnings Bræðralagi múslima á dögunum. Bræðralag múslima sexfaldaði þingsætafjölda sinn í egypsku þingkosningunum sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur og kostað hafa tíu mannslíf. Á miðvikudaginn var endahnúturinn bundinn á egypsku kosningarnar þegar kosið var um þau þingsæti sem enginn frambjóðandi hafði fengið meirihluta til að skipa. Að sögn egypskra embættismanna eru endanleg úrslit kosninganna á þá leið að Þjóðarflokkur Hosnis Mubarak forseta fékk 73 prósent atkvæða, frambjóðendur Bræðralags múslima 19 prósent en aðrir minna. Þingsætafjöldi Bræðralagsins hefur því sexfaldast, þeir höfðu áður 15 sæti en nú eru þeir með 88. Átök og ofbeldi settu hins vegar svo mikinn svip á kosningarnar að AP-fréttastofan segir óháða eftirlitsmenn líta svo á að vart sé mark takandi á úrslitunum. Svo virðist sem stjórnvöld hafi skipað lögreglu að loka kjörstöðum á þeim slóðum þar sem Bræðralagið átti hvað mestu fylgi að fagna og handtaka nærfellt þúsund manns. Til átaka kom á fjölmörgum stöðum vegna þessa og féllu tíu kjósendur fyrir hendi lögreglu. Bræðralagið hefur verið bannað af stjórnvöldum um áratuga skeið en vegna þrýstings frá Vesturlöndum hefur Mubarak veitt því meira frelsi og hafa liðsmenn þess fengið að bjóða sig fram sem óháðir frambjóðendur. Bræðralagið kveðst berjast fyrir löggjöf byggðri á íslam en samt segjast formælendur hennar tala fyrir mun hófsamari trúaráherslum en til dæmis þeim sem sádiarabísk stjórnvöld hafa innleitt. Bandaríkjastjórn hefur hingað til verið treg til samskipta við Bræðralagið, bæði vegna þess að Mubarak er því svo andsnúinn og vegna hermdarverka sem liðsmenn þess eru taldir hafa staðið fyrir í gegnum tíðina. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin hefur hins vegar eftir einum af formælendum bandaríska utanríkisráðuneytisins að í ljósi úrslitanna komi til greina að endurskoða þá stefnu, hugsanlega verði komið á samskiptum við einstaklinga innan samtakanna þótt formleg tengsl við Bræðralagið verði ekki tekin upp. Málið þykir sýna þá klemmu sem bandarísk stjórnvöld standa andspænis þegar kemur að því að eiga við hópa, eins og Hamas og Hizbollah, sem staðið hafa fyrir hryðjuverkum en vegnar jafnframt vel á stjórnmálasviðinu og njóta lýðhylli. Erlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Bræðralag múslima sexfaldaði þingsætafjölda sinn í egypsku þingkosningunum sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur og kostað hafa tíu mannslíf. Á miðvikudaginn var endahnúturinn bundinn á egypsku kosningarnar þegar kosið var um þau þingsæti sem enginn frambjóðandi hafði fengið meirihluta til að skipa. Að sögn egypskra embættismanna eru endanleg úrslit kosninganna á þá leið að Þjóðarflokkur Hosnis Mubarak forseta fékk 73 prósent atkvæða, frambjóðendur Bræðralags múslima 19 prósent en aðrir minna. Þingsætafjöldi Bræðralagsins hefur því sexfaldast, þeir höfðu áður 15 sæti en nú eru þeir með 88. Átök og ofbeldi settu hins vegar svo mikinn svip á kosningarnar að AP-fréttastofan segir óháða eftirlitsmenn líta svo á að vart sé mark takandi á úrslitunum. Svo virðist sem stjórnvöld hafi skipað lögreglu að loka kjörstöðum á þeim slóðum þar sem Bræðralagið átti hvað mestu fylgi að fagna og handtaka nærfellt þúsund manns. Til átaka kom á fjölmörgum stöðum vegna þessa og féllu tíu kjósendur fyrir hendi lögreglu. Bræðralagið hefur verið bannað af stjórnvöldum um áratuga skeið en vegna þrýstings frá Vesturlöndum hefur Mubarak veitt því meira frelsi og hafa liðsmenn þess fengið að bjóða sig fram sem óháðir frambjóðendur. Bræðralagið kveðst berjast fyrir löggjöf byggðri á íslam en samt segjast formælendur hennar tala fyrir mun hófsamari trúaráherslum en til dæmis þeim sem sádiarabísk stjórnvöld hafa innleitt. Bandaríkjastjórn hefur hingað til verið treg til samskipta við Bræðralagið, bæði vegna þess að Mubarak er því svo andsnúinn og vegna hermdarverka sem liðsmenn þess eru taldir hafa staðið fyrir í gegnum tíðina. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin hefur hins vegar eftir einum af formælendum bandaríska utanríkisráðuneytisins að í ljósi úrslitanna komi til greina að endurskoða þá stefnu, hugsanlega verði komið á samskiptum við einstaklinga innan samtakanna þótt formleg tengsl við Bræðralagið verði ekki tekin upp. Málið þykir sýna þá klemmu sem bandarísk stjórnvöld standa andspænis þegar kemur að því að eiga við hópa, eins og Hamas og Hizbollah, sem staðið hafa fyrir hryðjuverkum en vegnar jafnframt vel á stjórnmálasviðinu og njóta lýðhylli.
Erlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent