Erlent

Viðskiptasamningar við Kína

Björgólfur Thor Björgólfsson undiritaði samstarfssamning Novator símafyrirtækis við kínverska símtækniframleiðandann Huawei, að viðstöddum forsetum Kína og Íslands, þeim Hu Jintao og Ólafi Ragnari Grímssyni, við hátíðlega athöfn í Höll alþýðunnar í Beijing í dag. Samstarfsamningurinn felur í sér að tæknileg uppbygging símkerfa Novators í Búlgaríu og í Póllandi og víðar í Austur Evrópu verði í höndum kínverska fyrirtækisins, sem á í harðri samkeppni við öllu þekktari fyrirtæki á þessu sviði, svo sem Ericsson. Við sama tækifæri í Höll alþýðunnar undirritaði Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra einnig samnninga um samstarf á sviði jarðskjálfta og hinn um samstarf á sviði umhverfismála.
MYND/Hallgr.Thorst
MYND/Hallgr.Thorst



Fleiri fréttir

Sjá meira


×