Erlent

Al-Jaafari verður forsætisráðherra

Ný ríkisstjórn í Írak er að taka á sig mynd og virðist sem helstu byrjunarörðugleikunum hafi loks verið hrundið úr vegi. Nýr forsætisráðherra, sjítinn Ibrahim al-Jaafari, var tilnefndur í dag og mun innan tveggja vikna skipa ráðherra með sér í ríkisstjórn. Eitt meginverkefni ríkisstjórnarinnar verður að skrifa stjórnarskrá sem lögð verður fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust. Þá sór Kúrdinn Jalal Talabani embættiseið í dag sem forseti. Þetta er í raun þriðja bráðabirgðastjórnin í Írak frá því Bandaríkin réðust þar inn fyrir tveimur árum. Þingkosningar eru aftur fyrirhugaðar fyrir árslok og þá fyrst mun ríkisstjórn sem er ekki bara til bráðabirgða líta dagsins ljós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×