Erlent

Þróunaraðstoð í Asíu í fyrsta sinn

Ísland er, í fyrsta skipti, að hefja þróunaraðstoð við land í Asíu en Íslendingar hafa tekið að sér að aðstoða við uppbyggingu sjávarútvegs í Srí Lanka. Einnig er verið að nema land í Mið-Ameríku. Þróunaraðstoð Íslendinga hefur verið bundin við Afríku þótt neyðaraðstoð hafi verið veitt víða um heim í sérstökum tilvikum. Nú er Ísland hins vegar að breikka sviðið og hefja þróunarsamvinnu við Srí Lanka á sviði sjávarútvegs. Srí Lanka varð illa úti í flóðbylgjunni annan í jólum, sérstaklega urðu miklar skemmdir og manntjón í bæjum og þorpum þar sem útgerð er stunduð. Það er þar sem Íslendingar koma til sögunnar. Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar, segir höfuðstöðvarnar verða í höfuðborginni, Kólombó, en síðan verði einnig byrjað á uppbyggingu í sjávarbyggðum í vesturhluta landsins sem fóru illa út úr flóðunum. Björn segir þar ein mestu tækifærin í sjávarútvegsmálum en einnig mest þörf fyrir aðgerðir. Ísland mun einnig hefja þróunaraðstioð í Mið-Ameríku á næstunni, nánar tiltekið í Nikaragúa. Það má því segja að verið sé að stíga nokkuð stór skref í íslensku utanríkisþjónustunni.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×