Sport

Davenport og Jankovic í úrslit

Hin bandaríska Lindsay Davenport mætir Jelenu Jankovic frá Serbíu- og Svartfjallalandi í úrslitum á tennismóti sem fram fer í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Davenport sigraði Patty Schnyder frá Sviss, 4-6, 7-5 og 6-1 eftir að sú síðarnefnda hafði verið í kjörstöðu með forystuna 6-4 og 5-4 í öðru settinu. Þá tókst Davenport, sem spilaði þjökuð af magakveisu, að snúa dæminu við og sigraði hún síðasta settið með yfirburðum. Jankovic komst í úrslit með nokkuð óvenjulegum hætti en Serena Williams, andstæðingur hennar í undanúrslitum og nýkrýndur meistari opna ástralska meistaramótsins, þurfti að hætta leik vegna meiðsla í öðru setti, en þá leiddi Jankovic 6-0 og 4-3. Williams kenndi boltunum sem notaðir voru um meiðsli sín og slaka frammistöðu. "Allir leikmennirnir voru á móti því að nota þess bolta og ég er ekki sú eina sem kvarta yfir þeim. Við höfum allar ákveðið að nota ekki þessa bolta í meistaramótum og öðrum mikilvægum mótum. Það er aðeins hér og þar sem boltar sem þessir eru notaðir", sagði Williams svekkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×