Sport

Armstrong á leið til Frakklands

Hjólreiðarmaðurinn þrautseigi, Lance Armstrong frá Bandaríkjunum, kemur á morgun til Frakklands til þess að hefja formlega undirbúning sinn undir hina víðfrægu Tour de France-keppni sem hefst í júlí. Armstrong, sem hefur sigrað keppnina sex ár í röð, mun taka þátt í París-Nice keppninni sem hefst á sunnudaginn. Armstrong hyggst aðeins nota keppnina á sunnudaginn til þess að koma sér af stað og segist ekki hafa í hyggju að sigra keppnina. "Ég geri mér ekki miklar vonir. Þetta er fyrsta keppnin mín í Evrópu síðan á Tour de France í fyrra", sagði Armstrong í viðtali við Discovery sjónvarpstöðina í gær. París-Nice keppnin er sérstök fyrir Armstrong að því leytinu til að hún markaði vendipunkt á ferli hans, er hann hætti í miðjum klíðum í keppninni árið 1998, þjakaður af krabbameini í eistum sem hafði breiðst út í lungu hans og heila. Armstrong fór heim og hvíldi sig um hríð en kom tvíefldur til baka ári seinna, eftir að hafa sigrast á krabbameininu sem frægt er. Þá lenti Armstrong í 61. sæti í keppninni en var sinn fyrsta Tour de France titil síðar það sama ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×