Innlent

Eldsupptök í tauklæddum stól í stofu

Rannsókn á eldsupptökum í eldsvoðanum á Ísafirði á mánudaginn var er nú lokið. Ljóst er að eldurinn kom upp í tauklæddum stól í stofu, út frá opnum eldi. Einn maður lést í eldsvoðanum en maðurinn fannst í stofunni skammt frá staðnum þar sem eldurinn kom upp. Réttarkrufning hefur farið fram og í ljóst kom að maðurinn lést af völdum reyks sem myndaðist í eldsvoðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×