Sport

Gauti komst ekki áfram

Gauti Jóhannesson, millivegalengdarhlaupari úr UMSB, féll í dag úr keppni í 1500 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu innanhúss, sem fram í Madríd. Gauti hljóp á 3 mínútum og 50.67 sekúndum í undanrásarriðli 1, sem er nokkuð frá hans besta. Gauti varð í 11. sæti í sínum riðli og 22. sæti samtals. Gauti er eini keppandi Íslendinga í Madríd, en Silja Úlfarsdóttir, spretthlaupari úr FH, náði einnig lágmarkinu fyrir mótið en gaf ekki kost á sér. Þar með er ljóst að Íslendingar hafa lokið keppni á EM innanhúss í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×