Innlent

Hugsanlega um lögbrot að ræða

MYND/Vísir
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri segir eigendur félagsins ekki hafa gert tilraun til að bjarga því frá gjaldþroti. Hann telur margt óljóst varðandi eignatilfærslur frá Slippstöðinni skömmu fyrir gjaldþrot félagsins og segir hugsanlegt að lög hafi verið brotin.

Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Slippstöðvarinnar á Akureyri rann út í dag. Sigmundur Guðmundsson, skiptastjóri segir að kröfur hafi streymt inn síðustu daga og á hann von á að skulda- og eignastaða þrotabúsins skýrist á milli jóla og nýárs. Skiptafundur í búinu verður 11. janúar næstkomandi. Guðmundur Tulinius, fyrrverandi framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar segir margt óljóst varðandi fjármunatilfærslur til og frá Slippstöðinni á meðan félagið var í greiðslustöðvun.




Eitt af því sem nú tekur við hjá skiptastjóra er að kanna lögmæti allra þeirra greiðslna sem inntar voru af hendi til og frá Slippstöðinni á greiðslustöðvunartímanum. Því er ekki útilokað að verðmæti þrotabúsins eigi enn eftir að aukast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×