Öll liðin lögleg næsta sumar 22. mars 2005 00:01 Knattspyrnusamband Íslands hefur hert kröfur á úrvalsdeildarliðin og þurfa þau öll að standast mat eftir Leyfiskerfi KSÍ sem byggir á samskonar kerfi og evrópska sambandið hefur tekið í notkun. Á heimasíðu KSÍ í gær kom fram að öll tíu liðin hafi staðist skoðun Leyfisráðs KSÍ en það samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2005 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni, FH, Fram, Fylki, Grindavík, ÍA, ÍBV, Keflavík, KR, Val og Þrótti R. Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ og byggir á sambærilegri handbók sem UEFA hefur gefið út. Tveggja vikna töf varð á leyfisferlinu vegna erfiðleika nokkurra félaga við skil á gögnum og vegna óháðrar skoðunar á leyfisgögnum félaga, sem framkvæmd var af Deloitte. Félögin uppfylltu allar A- og B-forsendur, en sum félög sóttu þó um frest til aðlögunar vegna væntanlegra mannvirkjaframkvæmda við velli, t.d. aðstöðu fyrir áhorfendur. Öll félögin í deildinni hafa fengið staðfestingu frá sínu bæjarfélagi um að úrbætur verði gerðar á aðstöðu áhorfenda á næstu árum, í flestum tilfellum fyrir keppnistímabilið 2007. Menntun þjálfara yngri flokka var ekki fullnægjandi hjá sumum félögum og fengu þau því viðvörun. Menntun þjálfara yngri flokka er svokölluð C-forsenda sem kemur ekki í veg fyrir að leyfi sé veitt, sé hún ekki uppfyllt. Einnig voru nokkur félög áminnt þar sem skiladagsetningar leyfisgagna voru ekki virtar. Með leyfisumsókn fyrir 2005 þurfti að fylgja ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda, auk staðfestinga á því að engin vanskil séu hjá viðkomandi félagi við leikmenn og aðra starfsmenn eða vegna félagaskipta. Staðfestingar á þessu bárust frá öllum félögunum. Einnig þurftu félögin að útbúa svokölluð fjárhagsleg leyfisgögn, sem voru síðan skoðuð af Deloitte og skýrsla gefin um niðurstöður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur hert kröfur á úrvalsdeildarliðin og þurfa þau öll að standast mat eftir Leyfiskerfi KSÍ sem byggir á samskonar kerfi og evrópska sambandið hefur tekið í notkun. Á heimasíðu KSÍ í gær kom fram að öll tíu liðin hafi staðist skoðun Leyfisráðs KSÍ en það samþykkti á fundi sínum á mánudag leyfi til þátttöku í Landsbankadeild karla 2005 til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni, FH, Fram, Fylki, Grindavík, ÍA, ÍBV, Keflavík, KR, Val og Þrótti R. Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ og byggir á sambærilegri handbók sem UEFA hefur gefið út. Tveggja vikna töf varð á leyfisferlinu vegna erfiðleika nokkurra félaga við skil á gögnum og vegna óháðrar skoðunar á leyfisgögnum félaga, sem framkvæmd var af Deloitte. Félögin uppfylltu allar A- og B-forsendur, en sum félög sóttu þó um frest til aðlögunar vegna væntanlegra mannvirkjaframkvæmda við velli, t.d. aðstöðu fyrir áhorfendur. Öll félögin í deildinni hafa fengið staðfestingu frá sínu bæjarfélagi um að úrbætur verði gerðar á aðstöðu áhorfenda á næstu árum, í flestum tilfellum fyrir keppnistímabilið 2007. Menntun þjálfara yngri flokka var ekki fullnægjandi hjá sumum félögum og fengu þau því viðvörun. Menntun þjálfara yngri flokka er svokölluð C-forsenda sem kemur ekki í veg fyrir að leyfi sé veitt, sé hún ekki uppfyllt. Einnig voru nokkur félög áminnt þar sem skiladagsetningar leyfisgagna voru ekki virtar. Með leyfisumsókn fyrir 2005 þurfti að fylgja ársreikningur með fullri áritun endurskoðanda, auk staðfestinga á því að engin vanskil séu hjá viðkomandi félagi við leikmenn og aðra starfsmenn eða vegna félagaskipta. Staðfestingar á þessu bárust frá öllum félögunum. Einnig þurftu félögin að útbúa svokölluð fjárhagsleg leyfisgögn, sem voru síðan skoðuð af Deloitte og skýrsla gefin um niðurstöður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti