Sport

FH upp að hlið toppliðanna

FH sigraði KA 3-0 í riðli 2 í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu á Akureyri í dag og er nú komið með 8 stig við hlið toppliðanna Keflavík og KR sem þó á einn leik til góða á Íslandsmeistarana. Jónas Grani Garðarsson skoraði tvö marka FH á 62. og 65. mín. og Heimir Snær Guðmunds gulltryggði sigrurinn á 80. mínútu. FH hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir dapra byrjun í mótinu. Þetta er eini leikurinn á dagskrá riðilsins í dag en í riðli 1 eru tveir leikir á dagskrá. Nú eigast við ÍA og ÍBV í Fífunni og Þór Akureyri leikur við Val í Boganum fyrir norðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×