Sport

Þrír jafnir á Bay Hill

Charles Howell þriðji, Joe Ogilvie og Stephen Ames hafa forystu á Bay Hill mótinu á Flórída. Þeir eru allir á 5 höggum undir pari. Howell og Ames eftir 36 holur en Ogilvie náði aðeins að ljúka þremur holum í gær. Ausandi rigning hefur gert kylfingunum erfitt fyrir og margir eiga enn eftir að ljúka öðrum hring. Tiger Woods er í 17. sæti á einu höggi undir pari en hann hefur aðeins lokið 18 holum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×