Sport

Vonast til að vera með í SuperBowl

Terrell Owens hjá Philadelphia Eagles í amerísku fótboltadeildinni NFL eygir veika von um að leika með liðinu í Ofurskálinni gegn New England Patriots, sem fram fer sunnudaginn 6. febrúar. Owens fór í uppskurð á ökkla rétt fyrir jól en þjálfari liðsins, Andy Reid, sagði að ekki væri hægt að fullyrða að svo stöddu hvort Owens yrði leikfær í Ofurskálinni. "Á næstu dögum munum við láta hann hlaupa og athuga hvar hann er staddur í bataferlinu. Svo sjáum við til," sagði Reid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×