Búist við tugþúsundum í miðbæ Reykjavíkur 24. október 2005 12:00 Frá kvennafrídeginum 1975. MYND/LÁ Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni. Þess er minnst í dag að þrjátíu ár eru liðin frá því að tugþúsundir kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu til þess að krefjast jafnra réttinda á við karla og að hlutur þeirra í atvinnulífinu yrði virtur. Talið er að um 25 þúsund konur hafi safnast saman á Lækjartorgi þann dag þar sem baráttusöngvar voru sungnir og hvatningarræður fluttar. Viðburðurinn vakti athygli um allan heim og slíkt virðist einnig ætla að verða raunin nú, en þegar hafa nokkrir erlendir fjölmiðlar fjallað um baráttuaðgerðirnar í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu hafa aðstandendur kvennafrídagsins hvatt konur til þess að leggja niður vinnu þegar klukkan er átta mínútur gengin í þrjú, en þá hafa konur unnið fyrir laununum sínum ef litið er til þess að þær hafi um 64 prósent af launum karla. Safnast verður saman á Skólavörðuholti þaðan sem kröfuganga heldur niður á Ingólfstorg klukkann þrjú. Yfirskrift göngurnnar er „Konur, höfum hátt" og munu hundrað konur úr Vox Feminae kórnum syngja í göngunni. Á Ingólfstorgi verður viðamikil dagskrá þar sem meðal annars verða fluttar barátturæður og sungnir baráttusöngvar. Fjölmörg félög og fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar síðustu daga og hvatt konur til að leggja niður vinnu klukkan 14.08. Þau verða því mörg lokuð eftir þann tíma. Stóru bankarnir þrír munu til að mynda loka nokkrum eða öllum útibúum sínum um tvöleytið vegna þessa og þá hafa nokkur fyrirtæki beðið viðskiptavini að sýna biðlund eftir hádegi vegna fækkunar starfsmanna. Þær upplýsingar fengust hjá menntasviði Reykjavíkurborgar að flestum leikskólum í borginni verði lokað um klukkan tvö vegna kvennafrídagsins, en undanfarna daga hafa leikskólastjórar rætt við foreldra um að sækja börnin snemma í dag. Svipað er uppi á tengnum á frístundaheimilum borgarinnar en þar hafa fjölmargar konur tilkynnt að þær muni leggja niður störf og hafa umsjónarmenn heimilanna unnið að málinu í samstarfi við foreldra. Áhersla er þó lögð á það að börnum verði ekki vísað frá leikskólum eða frístundaheimilum ef foreldrar geta ekki sótt þau. Lögreglan í Reykjavík verður með viðbúnað og verður götum lokað eftir þörfum en búast má við töfum á hefðbundinni umferð. Þá hefur Strætó bs. hvatt fólk til að taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna hátíðarhaldanna. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni. Það verður ekki bara baráttuhátíð í Reykjavík heldur mjög víða um landið eins og í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Höfn og Blönduósi. Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni. Þess er minnst í dag að þrjátíu ár eru liðin frá því að tugþúsundir kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu til þess að krefjast jafnra réttinda á við karla og að hlutur þeirra í atvinnulífinu yrði virtur. Talið er að um 25 þúsund konur hafi safnast saman á Lækjartorgi þann dag þar sem baráttusöngvar voru sungnir og hvatningarræður fluttar. Viðburðurinn vakti athygli um allan heim og slíkt virðist einnig ætla að verða raunin nú, en þegar hafa nokkrir erlendir fjölmiðlar fjallað um baráttuaðgerðirnar í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu hafa aðstandendur kvennafrídagsins hvatt konur til þess að leggja niður vinnu þegar klukkan er átta mínútur gengin í þrjú, en þá hafa konur unnið fyrir laununum sínum ef litið er til þess að þær hafi um 64 prósent af launum karla. Safnast verður saman á Skólavörðuholti þaðan sem kröfuganga heldur niður á Ingólfstorg klukkann þrjú. Yfirskrift göngurnnar er „Konur, höfum hátt" og munu hundrað konur úr Vox Feminae kórnum syngja í göngunni. Á Ingólfstorgi verður viðamikil dagskrá þar sem meðal annars verða fluttar barátturæður og sungnir baráttusöngvar. Fjölmörg félög og fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar síðustu daga og hvatt konur til að leggja niður vinnu klukkan 14.08. Þau verða því mörg lokuð eftir þann tíma. Stóru bankarnir þrír munu til að mynda loka nokkrum eða öllum útibúum sínum um tvöleytið vegna þessa og þá hafa nokkur fyrirtæki beðið viðskiptavini að sýna biðlund eftir hádegi vegna fækkunar starfsmanna. Þær upplýsingar fengust hjá menntasviði Reykjavíkurborgar að flestum leikskólum í borginni verði lokað um klukkan tvö vegna kvennafrídagsins, en undanfarna daga hafa leikskólastjórar rætt við foreldra um að sækja börnin snemma í dag. Svipað er uppi á tengnum á frístundaheimilum borgarinnar en þar hafa fjölmargar konur tilkynnt að þær muni leggja niður störf og hafa umsjónarmenn heimilanna unnið að málinu í samstarfi við foreldra. Áhersla er þó lögð á það að börnum verði ekki vísað frá leikskólum eða frístundaheimilum ef foreldrar geta ekki sótt þau. Lögreglan í Reykjavík verður með viðbúnað og verður götum lokað eftir þörfum en búast má við töfum á hefðbundinni umferð. Þá hefur Strætó bs. hvatt fólk til að taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna hátíðarhaldanna. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni. Það verður ekki bara baráttuhátíð í Reykjavík heldur mjög víða um landið eins og í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Höfn og Blönduósi.
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira