Erlent

Blair eyðir fúlgum í snyrtivörur

Það skiptir máli að líta vel út, koma vel fyrir og snyrta sig. Púður og kinnalitur eru lykilatriði. Í það minnsta er erfitt að komast að annarri niðurstöðu þegar litið er til reikninga Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Þar kemur fram að hann hefur eytt yfir 200 þúsund krónum af skattpeningum undanfarin ár í snyrtivörur og kostnað við förðunarfræðinga. Til samanburðar má nefna að meðalkonan á Bretlandi eyðir sem nemur tuttugu og tvö þúsund krónum á ári í snyrtivörur. Skemmst er að minnast þess að Blair þótti hafa á sér appelsínugulan hjúp í kosningabaráttunni í vor og lék grunur á að óhóflegri notkun brúnkukrems væri um að kenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×