Innlent

Brúnni yfir Jöklu lokað aftur

Brúnni yfir Jöklu við Kárahnjúka var aftur lokað í gærkvöld vegna vatnavaxta í ánni. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort vatnið flæddi yfir hana en síðdegis í gær var útlit fyrir að svo yrði þar sem vatnið var orðið talsvert meira en á sama tíma í fyrradag. Varnarstíflan fyrir neðan brúnna, sem hækkuð var í skyndingu í flóðunum í fyrra, á alveg að standast þessa vatnavexti sem ættu ekki að geta komið nema með margra áratuga millibili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×