Innlent

Óánægja með nýja leiðakerfið

Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur ekki gengið sem skyldi. Frítt var í strætisvagna alla helgina og gafst farþegum þá tækifæri til að kynna sér nýju leiðirnar en það virtist ekki vera nóg. Þónokkrir hafa meðal annars kvartað undan langri bið eftir vögnum, vandræðum við skiptingar milli vagna og sumir segja að kerfið sé orðið mun flóknara en áður. Ekki náðist í Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóra Strætós bs., fyrir hádegisfréttir þar sem hann var upptekinn við að leysa af við keyrslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×