Börn send heim af leikskólum 16. ágúst 2005 00:01 Líkur eru á því að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. "Það er ljóst að í ákveðnum hverfum borgarinnar geta leikskólarnir ekki veitt fulla þjónustu strax í haust," segir Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. "Nokkrir leikskólar standa frammi fyrir því að ekki hefur tekist að ráða nóg af fólki og því líklegt að takmarka þurfi þjónustuna með aðgerðum á borð við þær að börnin geti ekki komið í leikskólann á hverjum degi." Stefán Jón segir á annað hundrað stöður lausar í leikskólum borgarinnar og óvenju erfitt að manna leikskólana. "Þensla á vinnumarkaði er gífurleg og atvinnuleysið komið niður í nánast ekki neitt," segir hann. "Það er gríðarlega hörð samkeppni um vinnuafl og við þannig aðstæður er því miður erfitt að manna þessar stöður." Leikskólastjórar í Grafarvogi sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöld kváðu ástandið misslæmt. Undirbúningur aðgerða vegna manneklu er þó hafinn í nokkrum leikskólum og hætt við að tugir barna verði sendir heim dag hvern með haustinu að óbreyttu. Leikskólastjórarnir segja fáar starfsumsóknir hafa borist og sumarstarfsmenn að hætta störfum. "Ástandið er slæmt og mannekla fyrirsjáanleg," segir Elín Ásgrímsdóttir, leikskólastjóri í Grafarvogi. Elín segir að ástandið hafi ekki verið svona slæmt síðan fyrir fimm árum, þegar senda þurfti átta börn heim af leikskólanum dag hvern. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvernig tekið verði á málum. Margar starfsumsóknir berist sviðinu þessa dagana og enn eigi eftir að vinna úr mörgum þeirra. Því sé óljóst hvort og þá hversu mikil áhrif mannekla á leikskólum muni hafa á starfið. Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Líkur eru á því að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. "Það er ljóst að í ákveðnum hverfum borgarinnar geta leikskólarnir ekki veitt fulla þjónustu strax í haust," segir Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. "Nokkrir leikskólar standa frammi fyrir því að ekki hefur tekist að ráða nóg af fólki og því líklegt að takmarka þurfi þjónustuna með aðgerðum á borð við þær að börnin geti ekki komið í leikskólann á hverjum degi." Stefán Jón segir á annað hundrað stöður lausar í leikskólum borgarinnar og óvenju erfitt að manna leikskólana. "Þensla á vinnumarkaði er gífurleg og atvinnuleysið komið niður í nánast ekki neitt," segir hann. "Það er gríðarlega hörð samkeppni um vinnuafl og við þannig aðstæður er því miður erfitt að manna þessar stöður." Leikskólastjórar í Grafarvogi sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöld kváðu ástandið misslæmt. Undirbúningur aðgerða vegna manneklu er þó hafinn í nokkrum leikskólum og hætt við að tugir barna verði sendir heim dag hvern með haustinu að óbreyttu. Leikskólastjórarnir segja fáar starfsumsóknir hafa borist og sumarstarfsmenn að hætta störfum. "Ástandið er slæmt og mannekla fyrirsjáanleg," segir Elín Ásgrímsdóttir, leikskólastjóri í Grafarvogi. Elín segir að ástandið hafi ekki verið svona slæmt síðan fyrir fimm árum, þegar senda þurfti átta börn heim af leikskólanum dag hvern. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvernig tekið verði á málum. Margar starfsumsóknir berist sviðinu þessa dagana og enn eigi eftir að vinna úr mörgum þeirra. Því sé óljóst hvort og þá hversu mikil áhrif mannekla á leikskólum muni hafa á starfið.
Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira