Innlent

Atlantsskip fær nýtt skip

Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið. Skipið henntar betur fyrir þá aukningu sem hefur verið í flutningum fyrirtækisins á undanförnum misserum. Aðspurður segir Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, að nafnið Kársnes hafi verið valið vegna staðsetningar á meginstarfsemi fyrirtækisins sem er einmitt við Kársnes í Kópavogi. Það sé um leið viðurkenning til bæjaryfirvalda í Kópavogi að nefna skipið eftir einu elsta hverfi bæjarins og sem þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf við Atlantsskip.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×