Sport

Langþráður draumur hjá Hewitt

Tenniskappinn Lleyton Hewitt hefur möguleika á að fá langþráðan draum uppfylltan í dag þegar hann keppir til úrslita við Marat Safin á Opna ástralska mótinu í tennis. Hewitt sagði að titilinn væri sá sem hann langaði mest í en Hewitt, sem er frá Adelaide, fór reglulega með foreldrum sínum á sínum yngri árum til Melbourne til að fylgjast með mótinu. "Ég hefði gefið allt til að fá að spila úrslitaleik á þessu móti. Núna er ég í þeirri stöðu og sá hluti draumsins að rætast," sagði Hewitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×