Sport

Gylfi í byrjunarliði Leeds

Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Brighton í ensku Championship deildinni í knattspyrnu nú kl. 15.00. Þetta er eini leikurinn í deildinni í dag en Leeds er í 11. sæti deildarinnar með 40 stig eða átta stigum frá umspilssæti. Þá er Jóhannes Karl Guðjónsson í byrjunarliði Leicester sem er í heimsókn hjá Reading í ensku bikarkeppninni þar sem Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði heimamanna. Jóhannes Karl fékk gula spjaldið strax á 6. mínútu leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×