Erlent

Tveir Palestínumenn drepnir á Gaza

Að minnsta kosti tveir Palestínumenn létust þegar tvær bifreiðar með meðlimi Hamas-samtakanna innanborðs var sprengd í loft upp á Gaza í dag. Haft er eftir vitnum að ísraelskar herþotur hafi skotið á bifreiðarnar. Ísraelar vörpuðu sprengjum á norðurhluta Gaza fyrr í morgun og sagði talsmaður hersins að það væri gert til að stöðva palestínska árásarmenn sem hefðu notað svæðið til að skjóta flugskeytum á Ísrael.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×