Sport

BellSouth Classic á Sýn í kvöld

BellSouth Classic golfmótið í Georgíu í Bandaríkjunum stendur nú sem hæst og ráðast úrslitin þar í kvöld. Það er ameríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur forystu eftir tvo hringi eftir að hafa farið annan hringinn á 65 höggum og er nú 6 höggum undir pari. Mótshaldarar í Atlanta þurftu að fresta keppni vegna mikilla rigninga og því ráðast úrslitin ekki fyrr en í kvöld. Sýnt verður frá lokasprettinum á mótinu á Sýn í beinni útsendingu á Sýn í kvöld frá klukkan 19-22.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×