Sport

Nistelrooy nær sér ekki á strik

Ruud van Nistelrooy gæti verið á leið á bekkinn hjá Manchester United, eftir slakan árangur fyrir framan mörk andstæðinganna undanfarið. Hollendingurinn, sem hefur verið sannkölluð markamaskína síðan hann gekk til liðs við enska félagið, hefur alls ekki fundið sitt fyrra form eftir að hann steig upp úr erfiðum meiðslum á hásin. Alex Ferguson hefur þegar tilkynnt að eftir að liðinu tókst ekki að skora í leiknum við Blackburn um helgina, muni hann gera breytingar á hópnum sem mætir Norwich í næsta leik. "Við erum að fá Louis Saha til baka úr meiðslum núna og Alan Smith þarf að fara að fá að spila leik, svo að ég stend frammi fyrir erfiðri ákvörðun," sagi skoski knattspyrnustjórinn, sem var afar óhress með að ná ekki að leggja Blackburn um helgina, sem varð til þess að Chelsea er með pálmann í höndunum á lokasprettinum í deildinni og ekkert nema kraftaverk getur komið í veg fyrir sigur þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×