Sport

Magnús og Heiðar hafa lokið leik

Magnús Lárusson og Heiðar D.Bragason úr GKJ hafa lokið leik í dag á opna spænska áhugamannamótinu í golfi. Magnús lék á 81 höggi í dag og samtals á 157 höggum, en hann lék á 76 höggum í gær. Heiðar hinsvegar spilaði mjög vel og lék á 76 höggum í dag og 73 í gær og samtals á 149 höggum. Heiðar á góðan möguleika á að komast áfram, en hann er sem stendur í 20. sæti, en 32 kylfingar komast áfram. Magnús er hinsvegar úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×