Sport

Skallagrímur ekki með lið í sumar?

Svo gæti farið að Skallagrímur sendi ekki lið til leiks í þriðju deildinni í knattspyrnu í sumar, en mikil hörgull er á mannskap í Borganesi. Skallagrímsmenn stóðu sig með miklum sóma í fyrra og voru óheppnir að komast ekki í umspil um sæti í annarri deild, en nú virðist annað vera uppá teningnum. Nokkrir leikmenn eru fluttir burt frá Borgarnesi og aðrir hættir. Þá hafa aðkomumenn, sem í fyrra spiluðu stórt hlutverk í liðinu, enn ekki staðfest að þeir muni spila með liðinu í sumar. Fyrr í vetur var mikill hugur í Borgnesingum og réðu þeir til sín mjög hæfan þjálfara í Hafliða Guðjónssyni, en hann var áður hluti af þjálfaraelítu Skagamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×