Sport

Rinus Michels látinn

Einn frægasti knattspyrnuþjálfari síðari ára, Hollendingurinn Rinus Michels, lést í gær, 77 ára að aldri. Michels, sem kallaður var „hershöfðinginn“, stýrði liði Hollendinga í úrslitum á HM 1974 og gerði Hollendinga að Evrópumeisturum 1988. Undir hans stjórn léku Hollendingar geysivel. Hann lagði mikla áherslu á að varnarmenn ættu að sækja þegar liðið hafði boltann og að sóknarmenn ættu að sama skapi að verjast þegar boltinn var hjá mótherjanum. Árið 1999 valdi Alþjóða knattspyrnusambandið Michels þjálfara tuttugustu aldarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×