Sport

Íshokkímaður í lífstíðarbann

Rúmenskur íshokkímaður, Bogdan Dina hjá Dinamo Búkarest, hefur verið dæmdur í lífstíðarkeppnisbann. Dina réðst á dómara í leik um helgina og lét höggin dynja á honum. Í síðasta mánuði réðst sami leikmaður á áhorfendur og aganefnd rúmenska sambandsins fannst komið nóg. Þjálfari Dinamo fékk fjögurra leikja bann fyrir að reyna ekki að hindra leikmanninn þegar hann gekk í skrokk í dómaranum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×