Sport

Tyson aftur í hringinn

Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, hefur staðfest að hann muni snúa í hringinn á nýjan leik í sumar. Hinn 38 ára gamli Tyson hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann var sleginn í rot af Bretanum Danny Williams. "Ég ætla aftur í hringinn. Það verður í Washington, hugsanlega 20. júní," sagði Tyson. Tyson, sem hefur átt við hnémeiðsli að stríða, hefur ekki tilkynnt hver andstæðingur hans verður. Hnefaleikakappinn fullyrti að ástæðan fyrir því að honum hafi verið stungið í fangelsi snemma á 10. áratugnum hafi veirð lygi. "Ég er enginn engill," viðurkenndi Tyson. "En ég er samt ekki bara hnefaleikamaður heldur faðir, frændi og málari." Tyson varð yngsti heimsmeistari sögunnar í þungavigt árið 1986, þá aðeins tvítugur að aldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×