Sport

Newcastle lagði Bolton

Newcastle vann góðan sigur á liði Bolton í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og Middlesbrough og Charlton gerðu jafntefli í slag um sæti í Evrópukeppninni á næsta ári. Það voru þeir Lee Bowyer og Kieron Dyer sem skoruðu mörk Newcastle, en Stelios Giannakopoulos skoraði mark gestanna í Bolton, sem urðu af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í Evrópukeppninni. Leikur Middlesbrough og Charlton var æsispennandi, enda mikið í húfi fyrir bæði lið.  Gestirnir voru yfir lengst af í leiknum eftir að Matt Holland kom þeim yfir í byrjun leiks, en Chris Riggott jafnaði fyrir heimamenn á 74. mínútu.  Charlton komst aftur yfir sex mínútum síðar með marki Shaun Bartlett, en Danny Graham jafnaði leikinn fyrir heimamenn fjórum mínútum fyrir leikslok og niðurstaðan 2-2 jafntefli. Middlesbrough er í 6. sæti deildarinnar með 42 stig, en Charlton í því 9. með 39 stig og eiga leik til góða á liðin í sætunum fyrir ofan sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×