Segir Evrópuumræðu leikrit 28. febrúar 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar. Steingrímur J. Sigfússon segir ekki ljóst hversu alvarlega beri að taka samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins sem útilokar ekki lengur aðild að Evrópusambandinu. Hann segir að kannski hafi þetta leikrit verið sett á svið til að breiða yfir önnur erfiðari mál hjá flokknum, eins og mörg stærstu mál ríkisstjórnarinnar og mikinn innanflokksvanda. Að því marki sem hann taki þetta alvarlega séu þetta ákveðin skilaboð að Framsóknarflokkurinn máti sig við aðildarstefnuna og greinilegt sé að hugur Halldórs Ásgrímssonar og annarra stefni í þá átt. Spurður hvort hann telji stefnubreytinguna marka tímamót segir Steingrímur að það sé þá kannski helst að hún hljóti að hafa áhrif á mögulega samstarfsaðila Framsóknarflokksins um þessi mál. Hann velti því fyrir sér hvort í þessu séu fólgin ákveðin skilaboð, annars vegar til Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Samfylkingarinnar. „Ef menn tala um það af einhverri alvöru að taka það upp sem formlega stefnu flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili þá væntanlega þrengir það eitthvað hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn,“ segir Steingrímur. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur hins vegar ekki að þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Hún segir að það sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hún fái ekki séð að ályktun Framsóknarflokksins breyti neinu þar um. Það sé þó ljóst að talsverður áhugi sé á málinu innan Framsóknarflokksins vegna þess að það hafi verið miklar umræður um það á flokksþinginu en hún vilji minna á að nefnd sem Davíð Oddsson hafi skipað sé nú starfandi. Þar sé að finna fulltrúa allra stjórnmálaflokka sem fari yfir Evrópusambandsmálin og því sé ljóst að fylgst sé með þróun mála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar. Steingrímur J. Sigfússon segir ekki ljóst hversu alvarlega beri að taka samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins sem útilokar ekki lengur aðild að Evrópusambandinu. Hann segir að kannski hafi þetta leikrit verið sett á svið til að breiða yfir önnur erfiðari mál hjá flokknum, eins og mörg stærstu mál ríkisstjórnarinnar og mikinn innanflokksvanda. Að því marki sem hann taki þetta alvarlega séu þetta ákveðin skilaboð að Framsóknarflokkurinn máti sig við aðildarstefnuna og greinilegt sé að hugur Halldórs Ásgrímssonar og annarra stefni í þá átt. Spurður hvort hann telji stefnubreytinguna marka tímamót segir Steingrímur að það sé þá kannski helst að hún hljóti að hafa áhrif á mögulega samstarfsaðila Framsóknarflokksins um þessi mál. Hann velti því fyrir sér hvort í þessu séu fólgin ákveðin skilaboð, annars vegar til Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Samfylkingarinnar. „Ef menn tala um það af einhverri alvöru að taka það upp sem formlega stefnu flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili þá væntanlega þrengir það eitthvað hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn,“ segir Steingrímur. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur hins vegar ekki að þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Hún segir að það sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hún fái ekki séð að ályktun Framsóknarflokksins breyti neinu þar um. Það sé þó ljóst að talsverður áhugi sé á málinu innan Framsóknarflokksins vegna þess að það hafi verið miklar umræður um það á flokksþinginu en hún vilji minna á að nefnd sem Davíð Oddsson hafi skipað sé nú starfandi. Þar sé að finna fulltrúa allra stjórnmálaflokka sem fari yfir Evrópusambandsmálin og því sé ljóst að fylgst sé með þróun mála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira