Segir Evrópuumræðu leikrit 28. febrúar 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar. Steingrímur J. Sigfússon segir ekki ljóst hversu alvarlega beri að taka samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins sem útilokar ekki lengur aðild að Evrópusambandinu. Hann segir að kannski hafi þetta leikrit verið sett á svið til að breiða yfir önnur erfiðari mál hjá flokknum, eins og mörg stærstu mál ríkisstjórnarinnar og mikinn innanflokksvanda. Að því marki sem hann taki þetta alvarlega séu þetta ákveðin skilaboð að Framsóknarflokkurinn máti sig við aðildarstefnuna og greinilegt sé að hugur Halldórs Ásgrímssonar og annarra stefni í þá átt. Spurður hvort hann telji stefnubreytinguna marka tímamót segir Steingrímur að það sé þá kannski helst að hún hljóti að hafa áhrif á mögulega samstarfsaðila Framsóknarflokksins um þessi mál. Hann velti því fyrir sér hvort í þessu séu fólgin ákveðin skilaboð, annars vegar til Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Samfylkingarinnar. „Ef menn tala um það af einhverri alvöru að taka það upp sem formlega stefnu flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili þá væntanlega þrengir það eitthvað hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn,“ segir Steingrímur. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur hins vegar ekki að þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Hún segir að það sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hún fái ekki séð að ályktun Framsóknarflokksins breyti neinu þar um. Það sé þó ljóst að talsverður áhugi sé á málinu innan Framsóknarflokksins vegna þess að það hafi verið miklar umræður um það á flokksþinginu en hún vilji minna á að nefnd sem Davíð Oddsson hafi skipað sé nú starfandi. Þar sé að finna fulltrúa allra stjórnmálaflokka sem fari yfir Evrópusambandsmálin og því sé ljóst að fylgst sé með þróun mála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar. Steingrímur J. Sigfússon segir ekki ljóst hversu alvarlega beri að taka samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins sem útilokar ekki lengur aðild að Evrópusambandinu. Hann segir að kannski hafi þetta leikrit verið sett á svið til að breiða yfir önnur erfiðari mál hjá flokknum, eins og mörg stærstu mál ríkisstjórnarinnar og mikinn innanflokksvanda. Að því marki sem hann taki þetta alvarlega séu þetta ákveðin skilaboð að Framsóknarflokkurinn máti sig við aðildarstefnuna og greinilegt sé að hugur Halldórs Ásgrímssonar og annarra stefni í þá átt. Spurður hvort hann telji stefnubreytinguna marka tímamót segir Steingrímur að það sé þá kannski helst að hún hljóti að hafa áhrif á mögulega samstarfsaðila Framsóknarflokksins um þessi mál. Hann velti því fyrir sér hvort í þessu séu fólgin ákveðin skilaboð, annars vegar til Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Samfylkingarinnar. „Ef menn tala um það af einhverri alvöru að taka það upp sem formlega stefnu flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili þá væntanlega þrengir það eitthvað hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn,“ segir Steingrímur. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur hins vegar ekki að þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Hún segir að það sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hún fái ekki séð að ályktun Framsóknarflokksins breyti neinu þar um. Það sé þó ljóst að talsverður áhugi sé á málinu innan Framsóknarflokksins vegna þess að það hafi verið miklar umræður um það á flokksþinginu en hún vilji minna á að nefnd sem Davíð Oddsson hafi skipað sé nú starfandi. Þar sé að finna fulltrúa allra stjórnmálaflokka sem fari yfir Evrópusambandsmálin og því sé ljóst að fylgst sé með þróun mála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira